Steindi hefur nú þegar farið á ráðstefnu með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna.
Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni og síðan á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.
Í síðasta þætti skellti hann sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.
Í þættinum æfðu þeir sig að skjóta geimverur svo til öryggis ef þeir myndu lenda í riskingum við slíkar verur. Æfingin gekk nokkuð vel.
Steindi á síðan eftir að fara með Dóra DNA til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti þegar þeir æfa sig á skotsvæði og það með geimverur fyrir framan sig.