Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 06:48 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30