Sara Linneth Castañeda og rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, eignuðust son þann 6. febrúar. Drengurinn hefur nú fengið nafnið Björgvin Úlfur Árnason Castañeda.
Sara sagði frá þessu á Instagram en Björgvin Úlfur er nú mánaðar gamall. Sara segir að hann hafi fullkomnað þeirra líf. Björgvin Úlfur er fyrsta barn þeirra beggja.
View this post on Instagram
Það er nóg um að vera hjá Herra Hnetusmjör þessa dagana. Á miðvikudaginn vann hann tvenn Hlustendaverðlaun. Rapparinn var valinn Poppflytjandi ársins og svo fengu hann og Huginn verðlaunin Plata ársins, fyrir KBE kynnir: DÖGUN.
Bylgjan, FM957 og X977 stóðu í sameiningu að Hlustendaverðlaununum en íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum gafst tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.