Eins og alþjóð veit mun Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí.
Ísland kemur fram á seinna undankvöldinu þann 14.maí og eins og staðan er núna er Íslandi spáð sigri í Eurovision 2020 samkvæmt veðbönkum.
Árið 2010 gaf Daði Freyr út rapplag sem MC Daði og vann hann lagið með MC Jökli. Myndband við lagið var sýnt á Busakvöldvöku NFSU 2.september 2010 en hér að neðan má sjá útkomuna.