Almannavarnir hafa ákveðið að allir sem koma frá Spáni, Frakklandi og Þýskalandi þurfi að sæta sóttkví frá og með morgundeginum og stjórnvöld hvetja Íslendinga í útlöndum að flýta heimför og að fara ekki til útlanda að óþörfu.
Við greinum frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig frá því að fjölmargir Íslendingar og Pólverjar sem búa hér á landi gætu lokast inni í Póllandi eftir að landamærum þess verður lokað á morgun.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.
