Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 10:45 Kristófer Oliversson Vísir „Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
„Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent