Ríkisstjórnin drepur þjóðfélagið í dróma út af 100 heilbrigðum sjúklingum Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. ágúst 2020 13:00 Eins og flestir vita, kom 1. bylgjan af COVID-19 upp, hér og í Vestur Evrópu, í vor, og grasseraði hún með miklum þunga í apríl-maí. Veiran var svo mögnuð, í þessari 1. bylgju, að fjölmargir sjúklingar létust, einkum þeir, sem eldri voru. Nokkuð sló svo á veiruna í sumar, m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, en líka út af því, að náttúran og öll fyrirbrigði hennar eru síbreytileg, þannig, að, þegar 2. bylgja veirunnar blossar nú aftur upp, gerist það með miklu veikari hætti, en í 1. bylgu; veiran, í öllum sínum afbrigðum, er greinilega orðin miklu veikari; varla svipur hjá sjón. Guði sé lof. Þegar dauðsföll af völdum COVID-19 eru skoðuð, nú í 2. bylgju, og síðasta staða tekin, 16. ágúst, þá lítur dæmið svona út hér og í okkar helztu nágrannalöndum: Ísland: Hér hefur enginn dáið frá 19. apríl, en 17. marz til 19. apríl létust 10. Enginn eftir það. 0 í 2. bylgju. Noregur: 16. ágúst lézt enginn. 0. Svíþjóð: 16. ágúst lézt enginn. 0. Danmörk: 16. ágúst lézt enginn. 0. Þýzkaland: 16. ágúst lézt enginn. 0. Bretland: 16. ágúst lézt 1. Í öllum þessum löndum létust tugir og hundruð manna á dag, meira að segja yfir þúsund í Bretlandi, í 1. bylgunni, í apríl- maí. Hér á Íslandi hafa um 100 manns verið smitaðir síðustu daga og vikur, þannig, að þeir ættu að vera veikir, en þeir eru það ekki. Flestir eru heilbrigðir, þó að þeir ættu að vera sjúkir. Hinir smituðu finna vart eða ekki fyrir sjúkdómseinkennum. Þegar þetta er ritað, er einn á sjúkrahúsi vegna COVID-19, hér á Íslandi, en enginn í gjörgæzlu. Í huga undirritaðs er það með ólíkindum, að þríeykið og ríkisstjórnin skulu bregðast eins við 2. bylgju og þeirri fyrstu. Og, nú, jafnvel taka enn dýpra í árinni á ýmsan hátt. Þetta eru gjörólíkir faraldrar, sem eiga nafnið eitt sameiginlegt, en eru í eðli og styrk nánast eins og svart og hvítt. Því er fyrir undirrituðum glórulaust, að bregaðst eins við þeim báðum, þar sem aðgerðirnar, sem beitt er, eru mjög íþyngjandi fyrir alla og stórskaðlegar fyrir fólkið í landinu; almenning, lífshætti fólks og frelsi svo og atvinnulífið. Svíar mynda með sér háþróað samfélag, og eru vísindi og þekking þar á háu stigi. Þegar 1. bylgja fór af stað, í marz, sagði sóttvarnarlæknir Svía, Anders Tegnell, að það væri ekki til nein raunveruleg vörn við þessari nýju veiru, nema hjarðsmit og hjarðónæmi; náttúrulegt viðnám og mótefni við veirunni. Var hans stefna sú, að aðallega skyldi einangra og verja eldri borgara, sem þyldu veiruna ver og væru í meiri hættu, en, að öðru leyti, skyldi beita hóflegum einangrunar- og varnar aðgerðum, sem leyfðu skipulega útbreiðslu smits, einkum meðal yngra fólks, sem veiran bitnaði síður á, þannig, að unnt yrði, smám saman, að byggja upp hjarðónæmi. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía, sagði, að vernd og viðnám snérist um almenna skynsemi; við treystum hver öðrum til að auka hreinlæti og gæta okkar, eftir föngum, til að forðast of öra útbreiðlsu, sérstaklega til þeirra, sem veikastir eru fyrir veirunni, en, að öðru leyti, viljum við halda í okkar daglega líf, eftir föngum, ekki sízt til að tryggja störf, atvinnulífið, hina efnahagslegu hlið samfélagsins; almenna velferð og framtíðaröryggi. Það virðist ljóst, eftir á að hyggja, að þessi nálgun Svía, gagnvart 1. bylgjunni, hafi ekki að öllu leyti verið rétt, en þar hafa farizt um 5.700 manns af veirunni, eða 57 á hverja 100.000, á sama tíma og þessi tala hér er 3 á 100.000 og t.a.m. í Þýzkalandi 11 á 100.000. Það breytir, hins vegar, ekki því, að það er valkostur, sem skoða verður af fullri alvöru og það í hvelli, hvort aðferð Svía sé ekki eina og rétta aðferðin nú í 2. bylgjunni, þegar styrkur veirunnar hefur veikst með afgerandi hætti, flestir veikjast ekki lengur af henni og enginn er að deyja. Undirritaður er vitaskuld leikmaður, en hann telur, að baráttan við COVID-19 bylgju 2 snúist ekki bara um vísindi, heldur almenna skynsemi of vel grundaða pólitíska stjórnun. Mitt mat er, að ríkisstjórn eigi nú að losa um höft og hömlur vegna 2. bylgju COVID-19, þannig, að strax verði skref tekið til baka í það horf, sem var, svo verði létt á skref fyrir skref í samræmi við þróun bylgju 2, þannig, að hjarðónæmi aukist, smán saman, þar til að bóluefni kemur eða endanleg vernd fæst með hjarðónæmi. Í öllu falli ætti að taka Norðurlönd og Þýzkaland samstundis aftur af skimunarlistanum og bæta svo þeim löndum, þar sem dauðsföll eru komin niður á núll - en það er fyrir mér skýrasta dæmið um styrk og hættuna af veirunni – á frílistann, eftir því, sem mál þróast. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, kom 1. bylgjan af COVID-19 upp, hér og í Vestur Evrópu, í vor, og grasseraði hún með miklum þunga í apríl-maí. Veiran var svo mögnuð, í þessari 1. bylgju, að fjölmargir sjúklingar létust, einkum þeir, sem eldri voru. Nokkuð sló svo á veiruna í sumar, m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, en líka út af því, að náttúran og öll fyrirbrigði hennar eru síbreytileg, þannig, að, þegar 2. bylgja veirunnar blossar nú aftur upp, gerist það með miklu veikari hætti, en í 1. bylgu; veiran, í öllum sínum afbrigðum, er greinilega orðin miklu veikari; varla svipur hjá sjón. Guði sé lof. Þegar dauðsföll af völdum COVID-19 eru skoðuð, nú í 2. bylgju, og síðasta staða tekin, 16. ágúst, þá lítur dæmið svona út hér og í okkar helztu nágrannalöndum: Ísland: Hér hefur enginn dáið frá 19. apríl, en 17. marz til 19. apríl létust 10. Enginn eftir það. 0 í 2. bylgju. Noregur: 16. ágúst lézt enginn. 0. Svíþjóð: 16. ágúst lézt enginn. 0. Danmörk: 16. ágúst lézt enginn. 0. Þýzkaland: 16. ágúst lézt enginn. 0. Bretland: 16. ágúst lézt 1. Í öllum þessum löndum létust tugir og hundruð manna á dag, meira að segja yfir þúsund í Bretlandi, í 1. bylgunni, í apríl- maí. Hér á Íslandi hafa um 100 manns verið smitaðir síðustu daga og vikur, þannig, að þeir ættu að vera veikir, en þeir eru það ekki. Flestir eru heilbrigðir, þó að þeir ættu að vera sjúkir. Hinir smituðu finna vart eða ekki fyrir sjúkdómseinkennum. Þegar þetta er ritað, er einn á sjúkrahúsi vegna COVID-19, hér á Íslandi, en enginn í gjörgæzlu. Í huga undirritaðs er það með ólíkindum, að þríeykið og ríkisstjórnin skulu bregðast eins við 2. bylgju og þeirri fyrstu. Og, nú, jafnvel taka enn dýpra í árinni á ýmsan hátt. Þetta eru gjörólíkir faraldrar, sem eiga nafnið eitt sameiginlegt, en eru í eðli og styrk nánast eins og svart og hvítt. Því er fyrir undirrituðum glórulaust, að bregaðst eins við þeim báðum, þar sem aðgerðirnar, sem beitt er, eru mjög íþyngjandi fyrir alla og stórskaðlegar fyrir fólkið í landinu; almenning, lífshætti fólks og frelsi svo og atvinnulífið. Svíar mynda með sér háþróað samfélag, og eru vísindi og þekking þar á háu stigi. Þegar 1. bylgja fór af stað, í marz, sagði sóttvarnarlæknir Svía, Anders Tegnell, að það væri ekki til nein raunveruleg vörn við þessari nýju veiru, nema hjarðsmit og hjarðónæmi; náttúrulegt viðnám og mótefni við veirunni. Var hans stefna sú, að aðallega skyldi einangra og verja eldri borgara, sem þyldu veiruna ver og væru í meiri hættu, en, að öðru leyti, skyldi beita hóflegum einangrunar- og varnar aðgerðum, sem leyfðu skipulega útbreiðslu smits, einkum meðal yngra fólks, sem veiran bitnaði síður á, þannig, að unnt yrði, smám saman, að byggja upp hjarðónæmi. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía, sagði, að vernd og viðnám snérist um almenna skynsemi; við treystum hver öðrum til að auka hreinlæti og gæta okkar, eftir föngum, til að forðast of öra útbreiðlsu, sérstaklega til þeirra, sem veikastir eru fyrir veirunni, en, að öðru leyti, viljum við halda í okkar daglega líf, eftir föngum, ekki sízt til að tryggja störf, atvinnulífið, hina efnahagslegu hlið samfélagsins; almenna velferð og framtíðaröryggi. Það virðist ljóst, eftir á að hyggja, að þessi nálgun Svía, gagnvart 1. bylgjunni, hafi ekki að öllu leyti verið rétt, en þar hafa farizt um 5.700 manns af veirunni, eða 57 á hverja 100.000, á sama tíma og þessi tala hér er 3 á 100.000 og t.a.m. í Þýzkalandi 11 á 100.000. Það breytir, hins vegar, ekki því, að það er valkostur, sem skoða verður af fullri alvöru og það í hvelli, hvort aðferð Svía sé ekki eina og rétta aðferðin nú í 2. bylgjunni, þegar styrkur veirunnar hefur veikst með afgerandi hætti, flestir veikjast ekki lengur af henni og enginn er að deyja. Undirritaður er vitaskuld leikmaður, en hann telur, að baráttan við COVID-19 bylgju 2 snúist ekki bara um vísindi, heldur almenna skynsemi of vel grundaða pólitíska stjórnun. Mitt mat er, að ríkisstjórn eigi nú að losa um höft og hömlur vegna 2. bylgju COVID-19, þannig, að strax verði skref tekið til baka í það horf, sem var, svo verði létt á skref fyrir skref í samræmi við þróun bylgju 2, þannig, að hjarðónæmi aukist, smán saman, þar til að bóluefni kemur eða endanleg vernd fæst með hjarðónæmi. Í öllu falli ætti að taka Norðurlönd og Þýzkaland samstundis aftur af skimunarlistanum og bæta svo þeim löndum, þar sem dauðsföll eru komin niður á núll - en það er fyrir mér skýrasta dæmið um styrk og hættuna af veirunni – á frílistann, eftir því, sem mál þróast. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun