Raptors og Celtics svo gott sem komin áfram | Jazz og Clipperz í forystu | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 09:00 Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mættust í nótt. Annar nældi í þrefalda tvennu en hinn gerði 36 stig og landaði dýrmætum sigri. Ashley Landis-Pool/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira