Lennon fyrstur upp í 80 mörk | Nær hann að ógna markametinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 11:00 Steven Lennon skoraði einnig í fyrri leik FH og HK í sumar. Vísir/Daniel Thor Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Í gær mættust FH og HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnafirði og höfðu heimamenn betur 4-0. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Er hann þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora meira en 80 mörk í efstu deild. Fyrsta mark Lennon í gær þýddi að hann var kominn með 80 mörk í efstu deild á Íslandi. Hann bætti svo við tveimur mörkum undir lokin sem þýðir að hann er með 82 mörk eins og staðan er í dag. Í spilaranum má svo sjá öll mörk FH í leik gærdagsins. Lennon er eins og gott rauðvín sem verður bara betri með aldrinum. Hann er kominn með 11 mörk í 11 leikjum í sumar og hver veit nema markametið sjálft – sem stendur enn í 19 mörkum – sé í hættu. Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfara FH, sagði eftir leikinn gegn HK að hann myndi ekki skipta á skoska framherjanum fyrir neinn leikmann deildarinnar. Lennon er nú kominn í 10. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi en hann er sem stendur jafn Arnari Gunnlaugssyni með 82 mörk. Þar fyrir ofan koma Björgólfur Takefusa með 83 mörk og Hörður Magnússon með 87 mörk. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins tók saman og birti einnig fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Það er ljóst að litlar líkur eru á að hinn 32 ára gamli Steven Lennon nái Tryggva Guðmyndssyni sem trónir á toppi listans með 131 mark. Annar framherji sem gerði gott mót með FH-ingum er Atli Viðar Björnsson, hann er í 3. sæti með 113 mörk. Mögulega, ef Lennon heldur áfram á sömu braut, gæti hann ógnað sæti Atla Viðars yfir markahæstu menn Íslandssögunnar í efstu deild. Steven Lennon í leik með Fram.Vísir/Daníel Lennon hefur þó ekki alltaf leikið með FH en hann gekk í raðir Fram árið 2011. FH-ingar þakka eflaust Safarmýrarfélaginu fyrir að fá þennan gullmola hingað til lands á sínum tíma en þeir hafa svo sannarlega notiðs góðs af kröftum Lennon undanfarin sex ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira