Dæmdir svikahrappar og peningaþvættar kaupa evrópskan ríkisborgararétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:30 Forseti Kýpur, Nikos Anastasiades, hefur setið á forsetastóli frá árinu 2013 þegar kaup á ríkisborgararétti voru gerð möguleg. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum. Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum.
Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira