Vann sitt fyrsta risamót ári eftir að hún íhugaði að hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 22:00 Popov gat verið sátt með árangur helgarinnar. Jan Kruger/Getty Images Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020 Golf Opna breska Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020
Golf Opna breska Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira