Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag og allar þeirra úr fótboltanum.
Wolfsburg og Barcelona mætast í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna klukkan 18.00 en fyrrum samherjar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur reyna slá út spænska stórliðið.
Þremur stundarfjórðungum áður verður flautað til leiks í Eyjum þar sem átta liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast er ÍBV og Fram mætast.
Klukkan 19.15 er svo á ferðinni einn leikur í Pepsi Max deild karla en þá mætast Fylkir og Fjölnir.
Alla útsendingar dagsins má sjá hér.