Nik Chamberlain: Við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild Ísak Hallmundarson skrifar 29. ágúst 2020 18:22 Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks Þróttar. Mynd/Þróttur Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira