Breytum til hins betra Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun