Að fá sorgina í heimsókn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli í gær – 29 ára gamall og lífið rétt að taka af stað, að mér finnst í það minnsta. Á afmælisdeginum fer ég oft yfir það hvar ég er staddur og þá sérstaklega andlega. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir lífið, stundina sem líður hverju sinni, og tel mig vera á góðu róli í ferðalaginu mínu. En þrátt fyrir það að þá lendi ég alltaf reglulega á hraðahindrunum. Fyrst óttaðist ég það mjög þegar ég lenti á þessum hraðahindrunum – og sá jafnvel frekar fyrir mér að vegurinn hefði skyndilega endað og ekkert biði mín annað en að detta niður þverhnípið. Detta niður og enda á byrjunarreit. Því fleiri sem hindranirnar hins vegar urðu og því oftar sem ég komst yfir þær, því öruggari varð ég þegar ég lenti á þeim og því sannfærðari varð ég um að ég væri á góðri leið. Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu. Eftir að hafa farið yfir allar þessar hraðahindranir sem hafa orðið í vegi mínum hef ég lært að þær eru ofboðslega mikilvægar. Þær hægja á mér og gefa mér tækifæri til þess að staldra við og átta mig á því hvað raunverulega er að gerast. Og í gær að þá áttaði ég mig á því að sorgin hafði komið í heimsókn. Sorgin heimsækir okkur öll á þessu ferðalagi sem lífið er. Ástæður heimsóknarinnar eru mismunandi - einhver sem okkur er kærkominn fellur frá, það slitnar upp úr ástarsambandi hjá okkur, við sjálf verðum fyrir persónulegu áfalli og svona gæti ég áfram haldið. En þær eiga það allar sameiginlegt að kærleikur og ást er uppsprettan. Í júlí síðastliðnum féllu frá tvær manneskjur sem tengdust mér báðar, en þó úr ákveðinni fjarlægð. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. Ég sat við tölvuna og hlustaði á fólk sem stóð þessum manneskjum nærri tala um allar þær góðu minningar sem það hafði safnað í gegnum árin, en á sama tíma sá ég sorgina í augum þess og þeirra sem á bekkjunum sátu. Viðbrög mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan. Ég myndi aldrei ná andanum. Síðast þegar ég hleypti sorginni inn að þá hélt ég að hún færi aldrei aftur út. Hún hélt mér heljargreipum. Ég fann fyrir tómleika og vonleysi – það vantaði svo mikið inn í líf mitt. Lífið yrði aldrei aftur eins og ég myndi aldrei komast í gegnum þetta – og það besta, og það eina, í stöðunni væri að ná að útrýma sorginni. Að finna aldrei aftur fyrir sorg. Af hverju ætti maður nokkurn tímann að vilja finna fyrir sorg? Í gærmorgun þegar ég vaknaði og vissi að fjölskyldan mín væri nú þegar komin til Þýskalands að þá fann ég fyrir þessum tómleika. Allt í einu leið mér eins og það vantaði svo mikið, þrátt fyrir að vera umkringdur góðum vinum og fjölskyldu hér á Íslandi líka. Þessi tilfinning fylgdi mér yfir daginn þar til ég áttaði mig á því að ég var á leiðinni yfir enn eina hraðahindrunina. Ég staldraði við, þakkaði fyrir tækifærið og skoðaði hvað var raunverulega að gerast. Og þá sá ég að viðhorf mitt gagnvart sorginni væri ekki heilbrigt. Að það væri ekki að hjálpa mér. Ég hræddist sorgina og leyfði henni að stjórna mér. Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn. Ef við viljum útrýma sorginni að þá þyrftum við á sama tíma að útrýma ástinni og kærleikanum. Ef við viljum aldrei finna fyrir sorg, að þá getum við heldur aldrei elskað. Þess vegna hætti ég ekki að horfa á jarðarfarirnar. Af því að þrátt fyrir alla þessa sorg að þá var samt svo mikil fegurð – það var svo mikil ást og kærleikur í augum allra sem skein mikið skærar en sorgin. Og þess vegna er ég þakklátur fyrir það að afmælisdagurinn hafi verið erfiður á vissan hátt – af því að það sagði mér að ég er umkringdur af fólki sem mér þykir vænt um. Tíminn er ekki það sem er dýrmætt við þetta líf, heldur er það stundin sem líður hverju sinni sem er svo dýrmæt. Því meiri orku sem við setjum í fortíð og framtíð, því oftar missum við af því sem er að gerast núna – sem er það mikilvægasta af öllu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar