Þvertók fyrir að vera grófur en var svo hent úr húsi fyrir ljótt brot á Luka Doncic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Marcus Morris brýtur á Luka Doncic í leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks í gær. Hann var rekinn af velli fyrir brotið. getty/Kevin C. Cox Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira