Að fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 2. september 2020 09:30 Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Kjaramál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun