Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:27 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist sleginn yfir fullyrðingum þýskra stjórnvalda um að eitrað hafi verið fyrir einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands með alræmdu taugaeitri. Vísir/Vilhelm Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur. Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50