Tryggjum gæði skimana! Elín Sandra Skúladóttir skrifar 3. september 2020 15:30 Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun