Tryggjum gæði skimana! Elín Sandra Skúladóttir skrifar 3. september 2020 15:30 Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun