Chelsea við það að setja met á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 17:30 Það verður mikið breytt Chelsea-lið sem mætir til leiks þegar enska úrvalsdeildin hefst í haust. Darren Walsh/Getty Images Íþróttafélög um heim allan hafa komið einstaklega illa út úr kórónufaraldrinum. Mörg hafa orðið fyrir miklu tekjutapi og berjast nú í bökkum við að halda starfsemi sinni gangandi. Það virðist þó ekki eiga við um enska knattspyrnufélagið Chelsea sem hefur eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn undanfarnar vikur. Ef Kai Havertz gengur til liðs við félagið fyrir þá upphæð sem nefnd hefur verið [90 milljónir punda] þá verður Chelsea það enska félag sem hefur eytt hvað mestu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Nú þegar hefur félagið keypt Timo Werner og Ben Chilwell á 50 milljónir punda hvorn. Hakim Ziyech kom á 37 milljónir og þá nældi liðið í tvo leikmenn á frjálsri sölu, þá Thiago Silva og Malang Sarr. Ástæðan bakvið eyðslu Chelsea í sumar eru leikmannasölur liðsins undanfarin ár. Daily Mail fór vel og vandlega yfir stöðuna og studdist við útreikninga frá Swiss Ramble á Twitter en sá sérhæfir sig í fjármálum tengdum knattspyrnu. Þó Chelsea hafi vissulega eytt dágóðri summu undanfarin ár þá hefur félagið gert einstaklega vel þegar kemur að sölum leikmanna. Alls hefur félagið fengið 450 milljónir punda í kassann á síðustu sex árum. Eden Hazard fór til Real Madrid á 100 milljónir punda sumarið 2019. Against that, #CFC have sold players for £198m over last two years, mainly Eden Hazard £100m (excluding add-ons) and Alvaro Morata £50m, booking an estimated profit from those sales of £173m. The profit is so high, as most departing players were fully amortised in the accounts. pic.twitter.com/l27ts8Fs4b— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Einnig hefur Chelsea selt þá Alvaro Morata, Thibaut Courtois, Diego Costa, Nemanja Matic og Oscar á dágóðan skilding. Chelsea var svo í félagaskiptabanni síðasta sumar og gat þar af leiðandi ekki keypt leikmann sem hafði ekki verið áður hjá þeim. Kaupin á Christian Pulisic höfðu verið staðfest í janúar og Mateo Kovacic var keyptur eftir að hafa verið á láni hjá félaginu. Chelsea hefur einnig losað leikmenn á góðum launum, til að mynda Gary Cahill, Willian og Pedro ásamt því að selja leikmenn fyrir smærri upphæðir. Þar má nefna David Luiz, Mario Pasalic og Ola Aina. Það gæti vel verið að við sjáum Chelsea eyða enn meira í leikmenn áður en glugginn lokar. Það er ljóst að Roman Abramovich – eigandi Chelsea – hefur gefið Frank Lampard, þjálfara liðsins, lyklana að fjárhirslum sínum. OK, enough fancy footwork in the accounts. Back in the real world someone will still have to pay the bill. Fortunately for #CFC, they can call on the Bank of Roman , as their owner has pumped in £1.3 bln since his arrival, including a chunky £247m in 2019. pic.twitter.com/1fNjoy7JjM— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Það er allavega nær öruggt að Chelsea verða áfram virkir á markaðnum, hvort sem það verði í leikmannakaupum eða sölum. Talið er að þeir Michy Batshuayi, Danny Drinkwater, Ross Barkley, Emerson Palmieri og Tiemoune Bakayoko séu allir á förum frá félaginu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30 Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08 Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25 Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30 Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Íþróttafélög um heim allan hafa komið einstaklega illa út úr kórónufaraldrinum. Mörg hafa orðið fyrir miklu tekjutapi og berjast nú í bökkum við að halda starfsemi sinni gangandi. Það virðist þó ekki eiga við um enska knattspyrnufélagið Chelsea sem hefur eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn undanfarnar vikur. Ef Kai Havertz gengur til liðs við félagið fyrir þá upphæð sem nefnd hefur verið [90 milljónir punda] þá verður Chelsea það enska félag sem hefur eytt hvað mestu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Nú þegar hefur félagið keypt Timo Werner og Ben Chilwell á 50 milljónir punda hvorn. Hakim Ziyech kom á 37 milljónir og þá nældi liðið í tvo leikmenn á frjálsri sölu, þá Thiago Silva og Malang Sarr. Ástæðan bakvið eyðslu Chelsea í sumar eru leikmannasölur liðsins undanfarin ár. Daily Mail fór vel og vandlega yfir stöðuna og studdist við útreikninga frá Swiss Ramble á Twitter en sá sérhæfir sig í fjármálum tengdum knattspyrnu. Þó Chelsea hafi vissulega eytt dágóðri summu undanfarin ár þá hefur félagið gert einstaklega vel þegar kemur að sölum leikmanna. Alls hefur félagið fengið 450 milljónir punda í kassann á síðustu sex árum. Eden Hazard fór til Real Madrid á 100 milljónir punda sumarið 2019. Against that, #CFC have sold players for £198m over last two years, mainly Eden Hazard £100m (excluding add-ons) and Alvaro Morata £50m, booking an estimated profit from those sales of £173m. The profit is so high, as most departing players were fully amortised in the accounts. pic.twitter.com/l27ts8Fs4b— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Einnig hefur Chelsea selt þá Alvaro Morata, Thibaut Courtois, Diego Costa, Nemanja Matic og Oscar á dágóðan skilding. Chelsea var svo í félagaskiptabanni síðasta sumar og gat þar af leiðandi ekki keypt leikmann sem hafði ekki verið áður hjá þeim. Kaupin á Christian Pulisic höfðu verið staðfest í janúar og Mateo Kovacic var keyptur eftir að hafa verið á láni hjá félaginu. Chelsea hefur einnig losað leikmenn á góðum launum, til að mynda Gary Cahill, Willian og Pedro ásamt því að selja leikmenn fyrir smærri upphæðir. Þar má nefna David Luiz, Mario Pasalic og Ola Aina. Það gæti vel verið að við sjáum Chelsea eyða enn meira í leikmenn áður en glugginn lokar. Það er ljóst að Roman Abramovich – eigandi Chelsea – hefur gefið Frank Lampard, þjálfara liðsins, lyklana að fjárhirslum sínum. OK, enough fancy footwork in the accounts. Back in the real world someone will still have to pay the bill. Fortunately for #CFC, they can call on the Bank of Roman , as their owner has pumped in £1.3 bln since his arrival, including a chunky £247m in 2019. pic.twitter.com/1fNjoy7JjM— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Það er allavega nær öruggt að Chelsea verða áfram virkir á markaðnum, hvort sem það verði í leikmannakaupum eða sölum. Talið er að þeir Michy Batshuayi, Danny Drinkwater, Ross Barkley, Emerson Palmieri og Tiemoune Bakayoko séu allir á förum frá félaginu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30 Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08 Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25 Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30 Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30
Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08
Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25
Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30
Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21