Ótvíræður árangur af landamæraskimun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2020 18:16 Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56