Bandaríkjastjórn felli niður refsiaðgerðir gegn Alþjóðasakamáladómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 22:39 Fatou Bensouda, saksóknari hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag, er annar starfsmanna hans sem Bandaríkjastjórn beitir nú refsiaðgerðum. Vísir/EPA Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“. Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. Stjórnvöld í Washington tilkynntu í gær að þau hefðu lagt refsiaðgerðir á Fatou Bensouda, saksóknara hjá Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC), og Phakiso Mochochoko, sviðsstjóra hjá dómstólnum. Aðgerðirnar byggja á tilskipun Donalds Trump forseta frá því í júní um efnahagsþvinganir og takmarkanir á vegabréfaáritunum fyrir starfsmenn dómstólsins sem taka þátt í rannsókn á hvort bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Slíkum aðgerðum er yfirleitt beitt gegn stríðsglæpamönnum, ekki starfsmönnum alþjóðastofnana. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi refsiaðgerðir Bandaríkjanna í dag. Þær séu tilraun til þess að leggja stein í götu dómstólsins og rannsókna á vegum hans, að því er segir í frétt Politico. „ICC verður að fá að vinna sjálfstætt og af hlutleysi, laus við utanaðkomandi afskipti. Bandaríkin ættu að endurskoða afstöðu sína og draga til baka aðgerðirnar. Refsileysi má aldrei vera valmöguleiki,“ sagði Borrell í yfirlýsingu. Bandaríkjastjórn á ekki aðild að dómstólnum og viðurkennir ekki lögsögu hans. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur jafnframt sakað dómstólinn um að standa í „hugmyndafræðilegri krossferð gegn bandarísku herliði“.
Bandaríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira