Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 18:05 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti tilræðinu gegn Navalní sem hryllilegri árás. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04