Byrjunarlið Englands fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli sem hefst nú klukkan 16:00 er komið í hús. Ákveðin óvissa er hvernig Gareth Southgate stillir liði sínu upp en samkvæmt vefsíðu Þjóðadeildarinnar stillir hann upp í 5-3-2 leikkerfi.
Það verður þó að segjast að líklegra er að liðið verði í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi með þá Jadon Sancho og Raheem Sterling sitt hvoru megn við Harry Kane upp á topp. Þar fyrir aftan koma svo James Ward-Prowse og Phil Foden. Þá er Declan Rice eflaust sem akkeri á miðjunni á meðan þeir Kieran Trippier, Eric Dier, Joe Gomaz og Kyle Walker eru í öftustu línu.
Þá er Jordan Pickford í markinu.
Here it is: your #ThreeLions team for our first game of the year! pic.twitter.com/FmKAmco4qt
— England (@England) September 5, 2020
Allir leikmenn Englands eru svo á varamannabekknum. Þar eru: Dean Henderson, Nick Pope, Conor Coady, Kalvin Phillips, Mason Mount, Trent Alexander-Arnold, Tyrone Mings, Michael Keane, Jack Grealish, Ainsley Maitland-Niles, Danny Ings og Mason Greenwood.