Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á því að tafir verða á umferð í umdæminu vegna fjárrekstrar um helgina.
Þá verður Þverárfjallsvegur að mestu lokaður milli klukkan fjögur og sjö í dag vegna þessa samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þverárfjallsvegur er á milli Húnafjarðar og Sauðárkróks.