Innlent

Barna­vernd með í för þegar lög­regla stöðvaði ræktun í Mos­fells­bæ

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ræktunin átti sér stað í einbýlishúsi í Mosfellsbæ.
Ræktunin átti sér stað í einbýlishúsi í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm

Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru plönturnar á hinum ýmsu vaxtarstigum.

Um var að ræða einbýlishús, þar sem lögregla fann einn fullorðinn einstakling sem reyndist samvinnufús og játaði á staðnum. 

Hins vegar var vitað að börn byggju einnig í húsinu og því voru starfsmenn barnaverndar hafðir með í för þegar bankað var upp á.

Málið „var leyst á staðnum“ að sögn lögreglu og telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×