Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 07:30 Rúmenar eru væntanlegir til landsins snemma í október. VÍSIR/GETTY Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn