Tíminn og börnin Hjalti Jón Sverrisson skrifar 11. september 2020 08:00 Fyrir fimm árum síðan áttu nokkrir drengir sem eru mér afar kærir það sameiginlegt að vera nýorðnir eins árs eða alveg við það að ná þeim áfanga. Nú í haust byrjuðu þeir í grunnskóla og ég fann á þeim tímamótum hvað ég unni þeim ofboðslega heitt, hvað öryggi þeirra er mér mikilvægt og hve vænt mér þykir um að fá að fylgjast með þeim feta sig áfram í lífinu. Tíminn líður. Fyrir fimm árum síðan, haustið 2015, voru málefni hælisleitenda í brennidepli hér á landi. Nokkrum mánuðum síðar, í desember, sáum við myndina af Kevi. Það var verið að senda Kevi og fjölskyldu hans í lögreglufylgd frá Íslandi til Albaníu, þó ljóst væri að Kevi glímdi við lífshættulegan sjúkdóm. Það þurfti herferð almennings hér á landi til að tryggja að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna væri virtur og reyndist það ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem almenningur hefur þurft að halda stjórnvöldum ábyrgum á þennan hátt. 12. janúar 2016 sneri Kevi og fjölskylda hans aftur til Íslands. Tíminn líður. Fyrir nokkrum dögum síðan birtist frétt af því að Útlendingastofnun ætli að senda egypska fjölskyldu með fjögur börn úr landi. Í rúmlega tvö ár hafa þessi börn átt heima hér, en í frétt Stundarinnar segir að elstu þrjú börnin hafi aðlagast íslensku samfélagi vel, gangi í skóla og tali reiprennandi íslensku. Yngsta barn fjölskyldunnar var aðeins hálfs árs gamalt við komuna hingað. Í viðtali hafði lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Nordahl, þetta um málið að segja: „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísi á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“ Fyrir rétt rúmlega sjö árum síðan, þann 20.febrúar 2013, var lögfestur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Í þriðju grein Barnasáttmálans stendur: Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Fyrir sjö árum síðan var Barnasáttmálinn lögfestur og enn þarf að berjast fyrir mannréttindum barna á flótta. Algengast er meðal fræðimanna að telja að Matteusarguðspjall hafi verið ritað fyrir um 1930-1940 árum síðan. Þar segir Jesús í einni af dæmisögum sínum: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. (Matt.25:35-36) Inntak sögunnar er að okkur ber að koma auga á Krist hvert í öðru. Fyrir nokkrum dögum birtist ný auglýsing fyrir sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar sem hefur valdið fjaðrafoki og hafa ýmsar skoðanir komið fram. Það er mikilvægt og gott að fólk viðri hugsanir sínar og tilfinningar. Okkur getur þótt ýmislegt um auglýsinguna. Meðal þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram er að auglýsingin einkennist af tækifærismennsku og “bleikþvotti” (e. pinkwashing); hún sé óhentug því nútímafólk sé orðið ólæst á táknmál og birtingarmyndir kristsgervinga; sunnudagaskólinn sé ekki besti vettvangurinn í þessu samhengi og áfram mætti telja. Það er alltaf gott fyrir Þjóðkirkjuna og okkur sem störfum innan hennar að fá gagnrýni og vinna með hana, jafnt frá þeim sem tilheyra henni sem og þeim sem standa fyrir utan hana. Okkar allra er að leitast við að hlusta og eiga í samtali. Mér virðist viðleitnin og grunnhugmyndin að baki auglýsingunni vera tengd fyrrnefndu kjarnaatriði; að koma auga á Krist hvert í öðru, já, og í sjálfum okkur. Allt hvílir í Guði. Við erum ekki Kristur, en við getum séð með innri augum okkar, með sjón hjartans, glitta í Krist í hverri einustu manneskju. Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni. Og þó augu okkar væru lokuð og gætu ómögulega komið auga á hið heilaga í hvort öðru þá ættum við þó að geta, sem samfélag, hið minnsta sleppt tökunum af verklagsferlum sem kalla má kerfisbundið ofbeldi gagnvart börnum. Tíminn líður. Fyrir sum börn þýðir það ný skólataska og bekkjarfélagar, fyrir önnur nagandi óvissa um hvar þau verði niðurkomin næsta föstudag. Tíminn líður og enn þarf að berjast fyrir mannréttindum barna á flótta hér á landi. Hjalti Jón Sverrisson höfundur er prestur í Laugarneskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan áttu nokkrir drengir sem eru mér afar kærir það sameiginlegt að vera nýorðnir eins árs eða alveg við það að ná þeim áfanga. Nú í haust byrjuðu þeir í grunnskóla og ég fann á þeim tímamótum hvað ég unni þeim ofboðslega heitt, hvað öryggi þeirra er mér mikilvægt og hve vænt mér þykir um að fá að fylgjast með þeim feta sig áfram í lífinu. Tíminn líður. Fyrir fimm árum síðan, haustið 2015, voru málefni hælisleitenda í brennidepli hér á landi. Nokkrum mánuðum síðar, í desember, sáum við myndina af Kevi. Það var verið að senda Kevi og fjölskyldu hans í lögreglufylgd frá Íslandi til Albaníu, þó ljóst væri að Kevi glímdi við lífshættulegan sjúkdóm. Það þurfti herferð almennings hér á landi til að tryggja að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna væri virtur og reyndist það ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem almenningur hefur þurft að halda stjórnvöldum ábyrgum á þennan hátt. 12. janúar 2016 sneri Kevi og fjölskylda hans aftur til Íslands. Tíminn líður. Fyrir nokkrum dögum síðan birtist frétt af því að Útlendingastofnun ætli að senda egypska fjölskyldu með fjögur börn úr landi. Í rúmlega tvö ár hafa þessi börn átt heima hér, en í frétt Stundarinnar segir að elstu þrjú börnin hafi aðlagast íslensku samfélagi vel, gangi í skóla og tali reiprennandi íslensku. Yngsta barn fjölskyldunnar var aðeins hálfs árs gamalt við komuna hingað. Í viðtali hafði lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Nordahl, þetta um málið að segja: „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísi á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“ Fyrir rétt rúmlega sjö árum síðan, þann 20.febrúar 2013, var lögfestur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Í þriðju grein Barnasáttmálans stendur: Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Fyrir sjö árum síðan var Barnasáttmálinn lögfestur og enn þarf að berjast fyrir mannréttindum barna á flótta. Algengast er meðal fræðimanna að telja að Matteusarguðspjall hafi verið ritað fyrir um 1930-1940 árum síðan. Þar segir Jesús í einni af dæmisögum sínum: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. (Matt.25:35-36) Inntak sögunnar er að okkur ber að koma auga á Krist hvert í öðru. Fyrir nokkrum dögum birtist ný auglýsing fyrir sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar sem hefur valdið fjaðrafoki og hafa ýmsar skoðanir komið fram. Það er mikilvægt og gott að fólk viðri hugsanir sínar og tilfinningar. Okkur getur þótt ýmislegt um auglýsinguna. Meðal þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram er að auglýsingin einkennist af tækifærismennsku og “bleikþvotti” (e. pinkwashing); hún sé óhentug því nútímafólk sé orðið ólæst á táknmál og birtingarmyndir kristsgervinga; sunnudagaskólinn sé ekki besti vettvangurinn í þessu samhengi og áfram mætti telja. Það er alltaf gott fyrir Þjóðkirkjuna og okkur sem störfum innan hennar að fá gagnrýni og vinna með hana, jafnt frá þeim sem tilheyra henni sem og þeim sem standa fyrir utan hana. Okkar allra er að leitast við að hlusta og eiga í samtali. Mér virðist viðleitnin og grunnhugmyndin að baki auglýsingunni vera tengd fyrrnefndu kjarnaatriði; að koma auga á Krist hvert í öðru, já, og í sjálfum okkur. Allt hvílir í Guði. Við erum ekki Kristur, en við getum séð með innri augum okkar, með sjón hjartans, glitta í Krist í hverri einustu manneskju. Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni. Og þó augu okkar væru lokuð og gætu ómögulega komið auga á hið heilaga í hvort öðru þá ættum við þó að geta, sem samfélag, hið minnsta sleppt tökunum af verklagsferlum sem kalla má kerfisbundið ofbeldi gagnvart börnum. Tíminn líður. Fyrir sum börn þýðir það ný skólataska og bekkjarfélagar, fyrir önnur nagandi óvissa um hvar þau verði niðurkomin næsta föstudag. Tíminn líður og enn þarf að berjast fyrir mannréttindum barna á flótta hér á landi. Hjalti Jón Sverrisson höfundur er prestur í Laugarneskirkju.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar