Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 16:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi hingað til lands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira