Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Ásberg Jónsson, Björn Ragnarsson, Davíð Torfi Ólafsson, Ingibjör Ólafsdóttir, Rannveig Grétarsdóttir og Sævar Skaptason skrifa 14. september 2020 17:30 Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. Hægt er að bjóða gestum vandaða gistimöguleika, litríka veitingahúsamenningu og skemmtilega og fjölbreytta afþreyingu um allt land. Ferðaþjónusta var orðin stærsta útflutningsgrein landsins áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Atvinnugreinin kom þjóðinni upp úr erfiðleikum hrunsáranna og var undirstaða hagvaxtar síðasta áratuginn. Sá mikli gjaldeyrisforði sem ferðaþjónustan skapaði á síðastliðnum áratug er ein helsta ástæða þess að íslenska hagkerfið stendur jafn vel að vígi og raun ber vitni til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Aðsend Frá árinu 2010 hefur hagvöxtur hér á landi vaxið um 36%. Árangur hans má að stærstum hluta rekja til gjaldeyrissköpunar í útfluttri þjónustu sem óx á tímabilinu 2010-2019 um 72%. Til marks um aukið vægi þjónustu í útflutningi landsmanna þá var það að meðaltali um 14% af VLF fyrstu 10 ár aldarinnar en á nýliðnum áratug var það um 25%. Hér skiptir mestu vaxandi útflutningstekjur í flugi og ferðaþjónustu, en á s.l. 10 árum jókst neysla erlendra ferðamanna innanlands um 270% og á sama tíma jókst sala á flugmiðum til erlendra ferðamanna á leið til landsins 198%. Alkunna er að flugsamgöngur stuðla að aukinni hagsæld. Þær skapa nauðsynlegar tengingar í alþjóðlegu samstarfi, eru lyftistöng viðskipta og ráða miklu um þróun lífskjara. Fyrir eyríki skipta flugsamgöngur sköpum Fáar þjóðir treysta jafn mikið á flugsamgöngur og Ísland. Í áratugi hefur Icelandair haft þar mikilvægu hlutverki að gegna ekki síst þegar kemur að markaðssetningu áfangastaðarins erlendis. Auk þess hefur fyrirtækið fjárfest og byggt upp starfsemi sem hefur glætt borgar- og bæjarbrag um allt land. Ekki má heldur gleyma öflugum stuðningi við fjöldann allan af sprotafyrirtækjum í ferðaþjónustu víðs vegar um landið. Þá má nefna fraktstarfsemi Icelandair þar sem meginstyrkur hefur verið há tíðni ferða til margra áfangastaða. Sú starfsemi hefur gegnt mikilvægu hlutverki í inn- og útflutningi á hágæða afurðum til og frá Íslandi sem hefur skilað miklum virðisauka til atvinnulífsins. Aðsend Fyrir lítið eyríki eins og Ísland skipta flugsamgöngur nefnilega sköpum. Með tengingu milli borga og markaða varðar flugrekstur veginn fyrir hagvöxt og almenn lífskjör í landinu. Fyrir áfangastaðinn er ábatinn mikill og augljós, eins og myndirnar hér að ofan rekja vel. Þróun ferðaþjónustunnar undanfarin ár er nátengd aukinni flugtíðni og vexti í víðtæku leiðarkerfi Icelandair í gegnum tíðina. Í fyrra flutti fyrirtækið tæplega 1 milljón erlendra gesta til landsins, 25% fleiri en árið áður. Það eru ríflega 2.500 erlendir ferðamenn á dag, alla daga ársins. Félagið flaug til um 30 landa og 51 áfangastaðar og flutti um 2 milljónir farþega (1 milljón ferðamanna) milli Norður Ameríku og Evrópu. Sú starfsemi gefur fyrirtækinu færi á að starfrækja mun stærra leiðarkerfi fyrir lítinn heimamarkað. Í fyrra fóru um 320 þúsund Íslendinga til útlanda með félaginu. Á árinu 2019 var bein hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu (VLF) um 8%, á sama tíma var vægi Icelandair Group um 3% af VLF eða um 88 milljarðar króna. Langstærsti hluti þeirrar verðmætasköpunar eru laun og launatengd gjöld sem renna í vasa launþega, ríkis og sveitarfélaga. Á árinu 2019 voru rösklega 4.700 starfsmenn í fullu starfi hjá félaginu. Ef ýmis konar þjónustustarfsemi við flugrekstur er bætt við hækkar framlagið í 4,1% af VLF. Hér er um mikil verðmæti að tefla. Yfir 80 ára farsæl saga Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937. Félagið og forverar þess hafa fylgt íslensku þjóðinni í yfir 80 ár. Icelandair hefur ekki einungis gengt mikilvægu hlutverki við að tengja land og þjóð við umheiminn og sinnt nauðsynlegum vöruflutningum, heldur var félagið einn af frumkvöðlum í flugi yfir Atlantshafið. Þannig hefur Icelandair, í áratugi, nýtt þau tækifæri sem landfræðileg lega Íslands býður upp á í ferðalögum yfir Norður Atlantshafið þar sem markmiðið hefur verið að bjóða trygga og góða tíðni og þjónustu, allan ársins hring, til og frá Íslandi. Tækifæri fyrir Ísland í kjölfar krísu Í kjölfar gríðarlegs áfalls vegna afleiðinga af völdum heimsfaraldursins er gott að minna á að ástandið er tímabundið. Ísland hefur allt til að bera til að vera eftirsóttur áfangastaður. Innviðirnir eru sannarlega til staðar til að bregðast hratt við um leið og ferðatakmarkanir í heiminum verða rýmkaðar og fólk fer að ferðast á ný. Alvarleg staða ekki einangruð fyrir ferðaþjónustu Út um allan heim róa flugfélög lífróður og er staðan hjá íslensku flugfélögum engin undantekning. Ferðaþjónustufyrirtæki berjast í bökkum og faraldurinn hefur sópað burt tug þúsundum starfa og atvinnuleysi vex hröðum skrefum. Ef koma til frekari aðgerðir mun aukið atvinnuleysi og lægri tekjur hafa keðjuverkandi áhrif á allt samfélagið – á allt atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð sem dregur úr þrótti til að fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu til að styðja við langtímahagvöxt. Icelandair forsenda kröftugrar viðspyrnu Það er því brýnt að halda rétt á spilunum. Íslendingar hafa alla burði til að byggja upp á ný framsækna og eftirsótta ferðaþjónustu - sú vísa er aldrei of oft kveðin. Það veltur þó að miklum hluta á hvernig spilast úr málefnum Icelandair. Icelandair er forsenda þess að innlend ferðaþjónusta og tengigeta Keflavíkurflugvallar taki hratt við sér þegar birtir upp um síðir. Ella gæti niðursveiflan orðið dýpri og langvinnari. Augljóst er að greiðar alþjóðlegar flugsamgöngur flýta efnahagslegri viðspyrnu. Stærsta áskorun íslensks atvinnulífs næstu misserin er að endurræsa íslenskt atvinnulíf og búa til fjölbreytt og góð störf. Flugrekstur og ferðaþjónusta er góður stökkpallur til að flýta þeirri þróun. Fyrirtæki í útflutningi á vöru og þjónustu, eru grunnstoðir samfélagsins. Þær þarf að vernda og virkja. Það er því mikilvægt að við leggjumst öll á eitt svo við getum gripið tækifærin um leið og þau gefast. Þar liggja framtíðarlífskjör þjóðarinnar. Ásberg Jónsson er framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu. Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Sævar Skaptason er framkvæmdastjóri Hey Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. Hægt er að bjóða gestum vandaða gistimöguleika, litríka veitingahúsamenningu og skemmtilega og fjölbreytta afþreyingu um allt land. Ferðaþjónusta var orðin stærsta útflutningsgrein landsins áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Atvinnugreinin kom þjóðinni upp úr erfiðleikum hrunsáranna og var undirstaða hagvaxtar síðasta áratuginn. Sá mikli gjaldeyrisforði sem ferðaþjónustan skapaði á síðastliðnum áratug er ein helsta ástæða þess að íslenska hagkerfið stendur jafn vel að vígi og raun ber vitni til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Aðsend Frá árinu 2010 hefur hagvöxtur hér á landi vaxið um 36%. Árangur hans má að stærstum hluta rekja til gjaldeyrissköpunar í útfluttri þjónustu sem óx á tímabilinu 2010-2019 um 72%. Til marks um aukið vægi þjónustu í útflutningi landsmanna þá var það að meðaltali um 14% af VLF fyrstu 10 ár aldarinnar en á nýliðnum áratug var það um 25%. Hér skiptir mestu vaxandi útflutningstekjur í flugi og ferðaþjónustu, en á s.l. 10 árum jókst neysla erlendra ferðamanna innanlands um 270% og á sama tíma jókst sala á flugmiðum til erlendra ferðamanna á leið til landsins 198%. Alkunna er að flugsamgöngur stuðla að aukinni hagsæld. Þær skapa nauðsynlegar tengingar í alþjóðlegu samstarfi, eru lyftistöng viðskipta og ráða miklu um þróun lífskjara. Fyrir eyríki skipta flugsamgöngur sköpum Fáar þjóðir treysta jafn mikið á flugsamgöngur og Ísland. Í áratugi hefur Icelandair haft þar mikilvægu hlutverki að gegna ekki síst þegar kemur að markaðssetningu áfangastaðarins erlendis. Auk þess hefur fyrirtækið fjárfest og byggt upp starfsemi sem hefur glætt borgar- og bæjarbrag um allt land. Ekki má heldur gleyma öflugum stuðningi við fjöldann allan af sprotafyrirtækjum í ferðaþjónustu víðs vegar um landið. Þá má nefna fraktstarfsemi Icelandair þar sem meginstyrkur hefur verið há tíðni ferða til margra áfangastaða. Sú starfsemi hefur gegnt mikilvægu hlutverki í inn- og útflutningi á hágæða afurðum til og frá Íslandi sem hefur skilað miklum virðisauka til atvinnulífsins. Aðsend Fyrir lítið eyríki eins og Ísland skipta flugsamgöngur nefnilega sköpum. Með tengingu milli borga og markaða varðar flugrekstur veginn fyrir hagvöxt og almenn lífskjör í landinu. Fyrir áfangastaðinn er ábatinn mikill og augljós, eins og myndirnar hér að ofan rekja vel. Þróun ferðaþjónustunnar undanfarin ár er nátengd aukinni flugtíðni og vexti í víðtæku leiðarkerfi Icelandair í gegnum tíðina. Í fyrra flutti fyrirtækið tæplega 1 milljón erlendra gesta til landsins, 25% fleiri en árið áður. Það eru ríflega 2.500 erlendir ferðamenn á dag, alla daga ársins. Félagið flaug til um 30 landa og 51 áfangastaðar og flutti um 2 milljónir farþega (1 milljón ferðamanna) milli Norður Ameríku og Evrópu. Sú starfsemi gefur fyrirtækinu færi á að starfrækja mun stærra leiðarkerfi fyrir lítinn heimamarkað. Í fyrra fóru um 320 þúsund Íslendinga til útlanda með félaginu. Á árinu 2019 var bein hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu (VLF) um 8%, á sama tíma var vægi Icelandair Group um 3% af VLF eða um 88 milljarðar króna. Langstærsti hluti þeirrar verðmætasköpunar eru laun og launatengd gjöld sem renna í vasa launþega, ríkis og sveitarfélaga. Á árinu 2019 voru rösklega 4.700 starfsmenn í fullu starfi hjá félaginu. Ef ýmis konar þjónustustarfsemi við flugrekstur er bætt við hækkar framlagið í 4,1% af VLF. Hér er um mikil verðmæti að tefla. Yfir 80 ára farsæl saga Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937. Félagið og forverar þess hafa fylgt íslensku þjóðinni í yfir 80 ár. Icelandair hefur ekki einungis gengt mikilvægu hlutverki við að tengja land og þjóð við umheiminn og sinnt nauðsynlegum vöruflutningum, heldur var félagið einn af frumkvöðlum í flugi yfir Atlantshafið. Þannig hefur Icelandair, í áratugi, nýtt þau tækifæri sem landfræðileg lega Íslands býður upp á í ferðalögum yfir Norður Atlantshafið þar sem markmiðið hefur verið að bjóða trygga og góða tíðni og þjónustu, allan ársins hring, til og frá Íslandi. Tækifæri fyrir Ísland í kjölfar krísu Í kjölfar gríðarlegs áfalls vegna afleiðinga af völdum heimsfaraldursins er gott að minna á að ástandið er tímabundið. Ísland hefur allt til að bera til að vera eftirsóttur áfangastaður. Innviðirnir eru sannarlega til staðar til að bregðast hratt við um leið og ferðatakmarkanir í heiminum verða rýmkaðar og fólk fer að ferðast á ný. Alvarleg staða ekki einangruð fyrir ferðaþjónustu Út um allan heim róa flugfélög lífróður og er staðan hjá íslensku flugfélögum engin undantekning. Ferðaþjónustufyrirtæki berjast í bökkum og faraldurinn hefur sópað burt tug þúsundum starfa og atvinnuleysi vex hröðum skrefum. Ef koma til frekari aðgerðir mun aukið atvinnuleysi og lægri tekjur hafa keðjuverkandi áhrif á allt samfélagið – á allt atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð sem dregur úr þrótti til að fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu til að styðja við langtímahagvöxt. Icelandair forsenda kröftugrar viðspyrnu Það er því brýnt að halda rétt á spilunum. Íslendingar hafa alla burði til að byggja upp á ný framsækna og eftirsótta ferðaþjónustu - sú vísa er aldrei of oft kveðin. Það veltur þó að miklum hluta á hvernig spilast úr málefnum Icelandair. Icelandair er forsenda þess að innlend ferðaþjónusta og tengigeta Keflavíkurflugvallar taki hratt við sér þegar birtir upp um síðir. Ella gæti niðursveiflan orðið dýpri og langvinnari. Augljóst er að greiðar alþjóðlegar flugsamgöngur flýta efnahagslegri viðspyrnu. Stærsta áskorun íslensks atvinnulífs næstu misserin er að endurræsa íslenskt atvinnulíf og búa til fjölbreytt og góð störf. Flugrekstur og ferðaþjónusta er góður stökkpallur til að flýta þeirri þróun. Fyrirtæki í útflutningi á vöru og þjónustu, eru grunnstoðir samfélagsins. Þær þarf að vernda og virkja. Það er því mikilvægt að við leggjumst öll á eitt svo við getum gripið tækifærin um leið og þau gefast. Þar liggja framtíðarlífskjör þjóðarinnar. Ásberg Jónsson er framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða. Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu. Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Sævar Skaptason er framkvæmdastjóri Hey Iceland.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun