Nálgumst það sem megi kalla „nýja normið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi nýja litakóða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira