Austurland mikilvæg gátt inn í landið Benedikt Vilhjálmsson Varén skrifar 15. september 2020 13:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar