Innanhúsarkitektarnir Kathleen Clements, Tommy Clements og Waldo Fernandez hönnuðu hús raunveruleikastjörnunnar Kendall Jenner í Los Angeles.
Þau settust niður með starfsmanni tímaritsins Architectural Digest og fóru í gegnum ferlið þegar húsið var tekið í gegn.
Þau segja að Jenner hafi mætt á hvern einasta fund með þeim og hafði miklar skoðanir á því hvernig heimilið hennar átti að vera.
Teymið fer vel yfir hvert rými sem þau hönnuðu eins og sjá má hér að neðan.