Doncic fyrstur síðan Duncan afrekaði þetta rétt fyrir aldarmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 07:30 Luka Doncic hefur farið á kostum með liði Dallas Mavericks og bætti sig mikið þrátt fyrir mjög flott nýliðatímabil. Getty/Kevin C. Cox NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020
Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira