Svaraði gagnrýninni fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2020 08:00 Svíar krupu fyrir síðasta landsleik sinn og munu gera slíkt hið sama á Laugardalsvelli. CARL SANDIN / BILDBYRÅN Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira