Íslandsmeistararnir fá tvo erlenda leikmenn | Annar stigahæstur í Svíþjóð á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 22:30 Ante og Ty munu koma til með að styrkja lið KR til muna. Samsett/KRKarfa Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað. Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað.
Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira