Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:59 Lisa Murkowski öldungadeildarþingmaður Repúblikana segist ekki telja það rétt að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt svo stutt í kosningar. Getty/Al Drago Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30