Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira