Una Sighvatsdóttir til aðstoðar forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 16:01 Una unir sér vel á fjöllum og ferðalögum, hér heima og erlendis, eins og sjá má glögglega á samfélagsmiðlum hennar. Vísir/Egill Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. 188 sóttu um starfið sem auglýst var í sumar. RÚV greinir frá. Staðan var auglýst í sumar og rann umsóknarfrestur út um miðjan ágúst. Fram kom í auglýsingu að í starfinu felst undirbúningur og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. Þá mun Una sinna verkefnum sem tengjast hinni íslensku fálkaorðu, annast samskipti við utanríkisráðuneytið um málefni erlendra sendiherra og ýmis önnur verkefni. „Áramótaheitin mín voru í ævintýralegri kantinum við upphaf 2020. Þá sá ég auðvitað ekki fyrir þá óvæntu atburðarás sem átti eftir að setja öll plön úr skorðum þetta árið,“ segir Una og vísar til kórónuveirufaraldursins. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Undanfarin ár hefur hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. „Ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera 2020 verður að veruleika, en á hinn bóginn er að hefjast nýr og spennandi kafli sem ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir mér. Nú hlakka ég til að flytja heim til Íslands og byrja í nýju starfi með góðu fólki.“ Vistaskipti Forseti Íslands Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. 188 sóttu um starfið sem auglýst var í sumar. RÚV greinir frá. Staðan var auglýst í sumar og rann umsóknarfrestur út um miðjan ágúst. Fram kom í auglýsingu að í starfinu felst undirbúningur og framkvæmd opinberra viðburða á vegum embættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum auk umsjónar með skráningu, vistun og skilum skjala. Þá mun Una sinna verkefnum sem tengjast hinni íslensku fálkaorðu, annast samskipti við utanríkisráðuneytið um málefni erlendra sendiherra og ýmis önnur verkefni. „Áramótaheitin mín voru í ævintýralegri kantinum við upphaf 2020. Þá sá ég auðvitað ekki fyrir þá óvæntu atburðarás sem átti eftir að setja öll plön úr skorðum þetta árið,“ segir Una og vísar til kórónuveirufaraldursins. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Undanfarin ár hefur hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. „Ekkert af því sem ég ætlaði mér að gera 2020 verður að veruleika, en á hinn bóginn er að hefjast nýr og spennandi kafli sem ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir mér. Nú hlakka ég til að flytja heim til Íslands og byrja í nýju starfi með góðu fólki.“
Vistaskipti Forseti Íslands Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira