Pálína: Valur missti ekki bara Helenu heldur líka langmesta karakterinn í Valsliðinu í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 16:31 Sylvía Rún Hálfdanardóttir býr sig undir að taka frákast á milli tveggja Snæfellsstelpan á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira