Setti sér markmið að komast í byrjunarlið landsliðsins fyrir ári síðan og náði því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 08:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni gegn Lettlandi fyrir viku þar sem hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins. vísir/vilhelm Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira