Liverpool frumsýnir „hápressuskrímslið“ Diogo Jota í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 14:30 Diogo Jota var kynntur sem nýr leikmaður Liverpool á Anfield um síðustu helgi. Getty/Andrew Powell Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira