KA-menn farnir að nálgast met jafntefliskónga Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:31 Ásgeir Sigurgeirsson fagnar jöfnunarmarki á móti Fjölni. Það var níunda jafntefli liðsins í sumar en það tíunda bættist við í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það er farið að vera óhætt að setja „x“ á leiki KA-manna á Lengjunni. Jafnteflin hrannast upp þessa dagana og KA-menn eru nú aðeins tveimur jafnteflum frá því að jafna metið. KA-liðið hefur gert jafntefli í tíu af fimmtán leikjum sínum eða 67 prósent leikja sinna. Aðeins tvö lið hafa gert fleiri jafntefli á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. KR-ingar gerðu 11 jafntefli sumarið og áttu metið í 32 ár eða þar til að Blikarnir gerðu enn betur. Metið er orðið sex ára gamalt en það er frá sumrin 2014. Breiðabliksliðið gerði þá tólf jafntefli í leikjum sínum. Ólafur Kristjánsson stýrði Blikaliðinu í sex fyrstu leikjunum en aðstoðarþjálfarinn hans, Guðmundur Benediktsson, tók þá við liðinu því Ólafur gerðist þjálfari danska liðsins Nordsjælland. Blikarnir gerðu fjögur jafntefli í sex leikjum undir stjórn Ólafs og átta jafntefli í sextán leikjum undir stjórn Guðmundar. Arnar Grétarsson tók við KA-liðinu um miðjan júlí og síðan hefur liðið aðeins tapað einum leik og það var á móti toppliði Vals á útivelli. Stigin eru samt færri en sú tölfræði segir til um því KA var í gær að gera sitt sjöunda jafntefli í tíu leikjum undir stjórn Arnars. KA-menn hafa heldur ekki tapað heimaleik í Pepsi Max deildinni í sumar en sigurleikirnir eru samt bara tveir. Sjö af níu heimaleikjum liðsins hafa endað með jafntefli. Jafnteflið á móti HK var einnig fimmta jafntefli KA-manna í síðustu sex leikjum. Metið ætti að vera í hættu því KA-liðið á enn eftir að spila sjö deildarleiki á tímabilinu. Liðið hefur þegar gert jafntefli í 70 prósent leikja sinna undir stjórn Arnars sem ættu að þýða að minnsta kosti fjögur jafntefli til viðbótar og nýtt met. Nú er bara stóra spurningin hvort jafntefliskóngar Gumma Ben muni missa titilinn í mótslok. Flest jafntefli í sögu efstu deildar karla 12 - Breiðablik 2014 (22 leikir) 11 - KR 1982 (18 leikir) 11 - Grindavík 2019 (22 leikir) 10 - KA 2020 (15 leikir, 7 leikir eftir) 10 - KR 1983 (18 leikir) 10 - Stjarnan 2012 (22 leikir) Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Það er farið að vera óhætt að setja „x“ á leiki KA-manna á Lengjunni. Jafnteflin hrannast upp þessa dagana og KA-menn eru nú aðeins tveimur jafnteflum frá því að jafna metið. KA-liðið hefur gert jafntefli í tíu af fimmtán leikjum sínum eða 67 prósent leikja sinna. Aðeins tvö lið hafa gert fleiri jafntefli á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. KR-ingar gerðu 11 jafntefli sumarið og áttu metið í 32 ár eða þar til að Blikarnir gerðu enn betur. Metið er orðið sex ára gamalt en það er frá sumrin 2014. Breiðabliksliðið gerði þá tólf jafntefli í leikjum sínum. Ólafur Kristjánsson stýrði Blikaliðinu í sex fyrstu leikjunum en aðstoðarþjálfarinn hans, Guðmundur Benediktsson, tók þá við liðinu því Ólafur gerðist þjálfari danska liðsins Nordsjælland. Blikarnir gerðu fjögur jafntefli í sex leikjum undir stjórn Ólafs og átta jafntefli í sextán leikjum undir stjórn Guðmundar. Arnar Grétarsson tók við KA-liðinu um miðjan júlí og síðan hefur liðið aðeins tapað einum leik og það var á móti toppliði Vals á útivelli. Stigin eru samt færri en sú tölfræði segir til um því KA var í gær að gera sitt sjöunda jafntefli í tíu leikjum undir stjórn Arnars. KA-menn hafa heldur ekki tapað heimaleik í Pepsi Max deildinni í sumar en sigurleikirnir eru samt bara tveir. Sjö af níu heimaleikjum liðsins hafa endað með jafntefli. Jafnteflið á móti HK var einnig fimmta jafntefli KA-manna í síðustu sex leikjum. Metið ætti að vera í hættu því KA-liðið á enn eftir að spila sjö deildarleiki á tímabilinu. Liðið hefur þegar gert jafntefli í 70 prósent leikja sinna undir stjórn Arnars sem ættu að þýða að minnsta kosti fjögur jafntefli til viðbótar og nýtt met. Nú er bara stóra spurningin hvort jafntefliskóngar Gumma Ben muni missa titilinn í mótslok. Flest jafntefli í sögu efstu deildar karla 12 - Breiðablik 2014 (22 leikir) 11 - KR 1982 (18 leikir) 11 - Grindavík 2019 (22 leikir) 10 - KA 2020 (15 leikir, 7 leikir eftir) 10 - KR 1983 (18 leikir) 10 - Stjarnan 2012 (22 leikir)
Flest jafntefli í sögu efstu deildar karla 12 - Breiðablik 2014 (22 leikir) 11 - KR 1982 (18 leikir) 11 - Grindavík 2019 (22 leikir) 10 - KA 2020 (15 leikir, 7 leikir eftir) 10 - KR 1983 (18 leikir) 10 - Stjarnan 2012 (22 leikir)
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira