Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54