Önnur hrunhelgin í röð hjá Fálkunum í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 15:31 Það hefur enginn leikstjórnandi gefið fleiri snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum en Russell Wilson sem leiddi Seattle Seahawks til sigurs á Dallas Cowboys í gær. AP/John Froschauer) Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys NFL Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Það er ekki gott fyrir sálarlífið að vera stuðningsmaður Atlanta Falcons liðsins í NFL-deildinni þessa dagana. Liðið hefur verið með yfirburðastöðu tvær helgar í röð en hefur enn ekki fagnað sigri. Atlanta Falcons liðið tapaði á móti Chicago Bears í gær, 30-26, þrátt fyrir að hafa verið 26-10 yfir fyrir lokaleikhlutann. Chicago skipti um leikstjórnenda sinn í miðjum leik og Nick Foles leiddi liðið til sigurs. watch on YouTube Viku áður hafði Atlanta liðið komust í 20-0 á móti Dallas en tapaði á endanum 40-39 eftir algjört klúður í lokin. Sex lið hafa þegar unnið þrjá fyrstu leiki sína og eitt gæti síðan bæst í hópinn í stórleik meistara Kansas City Chiefs og Baltimore Ravens í nótt. Liðið sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína eru í Ameríkudeildinni Buffalo Bills, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og svo annaðhvort Kansas City Chiefs eða Baltimore Ravens. Í Þjóðardeildinni hafa Chicago Bears, Green Bay Packers og Seattle Seahawks unnið fyrstu þrjá leiki sína. watch on YouTube Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, hefur spilað stórkostlega og er búinn að gefa fjórtán snertimarkssendingar í fyrstu þremur leikjunum sem er met. Gamla metið var þrettán snertimarkssendingar og það átti Íslandsvinurinn Patrick Mahomes. Þrjár af snertimarkssendingum Wilson fór á útherjann Tyler Lockett en Russell Wilson er nú sá líklegasti til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Tom Brady er að komast af stað með lið sitt Tampa Bay Buccaneers sem vann annan sannfærandi sigur í röð, nú á Denver Broncos. watch on YouTube Það verður líka að hrósa liði San Francisco 49ers, sem hefur misst hvern leikmanninn á fætur öðrum í meiðsli en liðið vann engu að síður 36-9 sigur á New York Giants í gær. Cincinnati Bengals og Philadelphia Eagles eru bæði án sigurs þrátt fyrir að hafa mæst um helgina því leikur þeirra endaði með 23-23 jafntefli eftir að hvorugt liðið skoraði í framlengingu. Það er reyndar ekki bjart yfir New York liðunum því New York Giants og New York Jets hafa bæði tapað fyrstu þremur leikunum sínum og það á vandræðalegan hátt. Liðin sem hafa tapað öllum þremur leikjum sínum eru sex talsins eða New York Jets, Houston Texans, Denver Broncos, New York Giants, Minnesota Vikings og svo auðvitað Atlanta Falcons. watch on YouTube Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
Úrslitin í NFL-deildinni: New Orleans Saints 30-37 Green Bay Packers Buffalo Bills 35-32 Los Angeles Rams Pittsburgh Steelers 28-21 Houston Texans New York Giants 9-36 San Francisco 49ers New England Patriots 36-20 Las Vegas Raiders Minnesota Vikings 30-31 Tennessee Titans Cleveland Browns 34-20 Washington Philadelphia Eagles 23-23 Cincinnati Bengals Atlanta Falcons 26-30 Chicago Bears Los Angeles Chargers 16-21 Carolina Panthers Indianapolis Colts 36-7 New York Jets Denver Broncos 10-28 Tampa Bay Buccaneers Arizona Cardinals 23-26 Detroit Lions Seattle Seahawks 38-31 Dallas Cowboys
NFL Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira