Ekki aðeins ferðaþjónustukreppa Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifa 28. september 2020 13:55 Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Anna Hrefna Ingimundardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun