Segir þetta frábæran árstíma til að flytja tré Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 13:59 Gurrý veit sínu viti þegar kemur að garðyrkju. Getty Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“ Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“
Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira
Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54