Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:31 KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42