Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:31 KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42