Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 11:22 Fjárlagafrumvarp fylgir haustinu eins og svo margt fleira. Þessi mynd var tekin í haustsól í Reykjavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þrepa skattkerfi. Hækkun persónuafsláttar í fyrra skilar heimilunum tæpum tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í kynningu fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. „Skattar verða 34 milljörðum króna lægri á næsta ári en þeir hefðu orðið ef ekki hefðu komið til ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar frá árinu 2017,“ segir í kynningunni. Sérstakar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins lækki að auki tekjur ríkissjóðs um rúmlega 17 milljarða á næsta ári og verða því skattar á árinu 2021 tæpum 52 milljörðum lægri en þeir hefðu orðið án breytinga frá árinu 2017. Tryggingagjald lækkað „Skattbreytingar síðustu ára hafa falið í sér endurskoðun á skattkerfinu með það fyrir augum að auka ráðstöfunartekjur lægri tekjuhópa, bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og vinna að framgangi umhverfismarkmiða ríkisstjórnarinnar.“ Tryggingagjald hefur einnig verið lækkað á kjörtímabilinu og verður skattbyrði fyrirtækja átta milljörðum króna minni á næsta ári en ella hefði orðið. „Er þá ótalin fyrirhuguð tímabundin lækkun tryggingagjalds til að mæta áhrifum launahækkana samkvæmt Lífskjarasamningnum. Einnig hefur verið tvöfölduð upphæð rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja sem endurgreidd er af ríkinu.“ Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að sú áhersla sem ríkisstjórnin hafi lagt á umhverfisvernd og á að takmarka kolefnislosun endurspeglist í endurskoðun einstakra skatta. Breytingar hjálpi eignaminni dánarbúum „Kolefnisgjald hefur hækkað markvert á kjörtímabilinu og lagður hefur verið skattur á losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda en um leið gefinn eftir virðisaukaskattur af kaupum á vistvænum ökutækjum, hjólum og heimahleðslustöðvum.“ Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að frítekjumark erfðafjárskatts verði hækkað en áætlað er að við það muni álögur minnka um 500 milljónir króna árið 2021 sem gagnist eignaminni dánarbúum best. „Þá er verið að leggja lokahönd á endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts. Að lokum er gert er ráð fyrir að nýir eða auknir skattastyrkir til að styðja við félög sem starfa í þágu almannaheilla í svokölluðum þriðja geira kosti ríkissjóð um 2,1 ma.kr.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira