Þögn Aðalsteins Páll Steingrímsson skrifar 2. október 2020 08:01 Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun